Ýmislegt er hægt að gera sér til dægrastyttingar á Snorrastöðum, s.s ganga á Eldborgina sem er hér í túnfætinum eða rölta meðfram ánni niður í fjöruna, sem er hluti af Löngufjörum.  Fuglalíf er þó nokkuð í kringum okkur, m.a verpir haförn oft í nágrenninu og á góðum degi má sjá hann fljúga yfir.   Ýmsar aðrar gönguleiðir eru  í nágrenninu, t.d Barnaborgir og Gullborgarhellar.  Stuðlabergið fallega, Gerðuberg, er í næsta nágrenni og Rauðamelsölkeldan með sínu tæra, bragðgóða vatni líka.     Hægt er að veiða í  Hítarvatni, Hlíðarvatni og Oddastaðavatni, áhugasamir hafi samband við ábúendur á viðkomandi stað.