Við erum með 4 x 5 manna sumarhús, 45m2.  Í húsunum eru 2 svefnherbergi, í öðru er tvíbreitt rúm og í hinu er tvíbreitt rúm með efri koju. Sængur og koddar fyrir 5 eru í húsinu.  Gott eldhús er í húsunum og allur helsti húsbúnaður, borðstofa og stofa í einu rými.  Baðherbergi með sturtu er í húsunum og á pallinum er heitur pottur og kolagrill.


Við erum með 1 x 10 manna hús, 100m2.  4 svefnherbergi eru í húsinu, 2 herbergi með tvíbreiðu rúmi og 2 með tvíbreiðu rúmi og efri koju.  Sængur og koddar eru fyrir 10 manns.  Gott eldhús er í húsinu með öllum helsta búnaði og einnig er uppþvottavél, rúmgóð stofa og borðstofa.  Í húsinu eru 2 baðherbergi og sturta í öðru.  Gasgrill er á pallinum og heitur pottur.