Hvíta húsið er á tveimur hæðum, á efri hæð eru 6 herbergi; 2×5 manna, 3×4 manna,1×2 manna. Kojur eru í öllum herbergjum.  Einnig er setustofa á efri hæðinni og 3 baðherbergi, 2 af þeim með sturtu.    Á neðri hæð er eldunaraðstaða og lítill salur fyrir 30-40 manns.  Stór salur er einnig í Hvíta húsinu,  tekur 130-150 manns í sæti og í þeim sal er einnig ágæt eldunaraðstaða.  Hvíta húsið er kjörið fyrir hvers konar mannfagnaði s.s ættarmót, afmæli, brúðkaup ofl.  Stóri salurinn aðeins opinn yfir sumartímann.  Við Hvíta húsið er einnig tjaldsvæði og öll aðstaða fyrir tjaldbúa, WC/sturtur, heitt og kalt vatn, eldunaraðstaða og rafmagn fyrir húsbíla og hjólhýsi. Opið allt árið.