Um okkur
Á Snorrastöðum er starfræktur hefðbundinn búskapur, ásamt ferðaþjónustu. Staðurinn hefur verið í eigu fjölskyldunnar síðan 1883 og búa nú fjórði og fimmti ættliður á staðnum. Aðal starfsemin hefur verið kjöt og mjólkurframleiðsla og nú er nýbúið að taka í notkun nýtt fjós, það þriðja á sl 90 árum.
Ferðaþjónusta hefur verið starfrækt á Snorrastöðum síðan 1992, aðallega í formi gistingar í sumarhúsum og einnig er góð aðstaða fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum.