Sumarhús

Húsin eru fjögur og eru útbúin öllum þeim tækjum sem menn þurfa í útileiguna, húsin eru með borðbúnaði og sængum fyrir 6 manns. Í húsunum eru tvö herbergi með kojum (3 í herbergi), setu- og borðstofu sem rúmar vel, sjónvarp er í öllum húsum, sturta og salernis aðstaða er með ágætum. Stór verönd er fyrir framan húsin sem gott er að nota þegar gott er veður og ekki er verra að geta skellt sér í heitann pott því við öll húsin er einn slíkur. Fyrir ofan húsin er leikvöllur fyrir bæði börn og fullorðna. Við hvert hús er kolagrill. Húsin eru til leigu allt árið, allt frá einum degi eða lengur allt eftir þörfum viðskiptavinarins.Aðalsíða