Hvíta húsið


Hvíta húsið er á tveimur hæðum, á neðri hæðinni er eldhús og salur (30 - 40 manns). Á sömu hæð er einnig salernis og sturtuaðstaða fyrir tjaldstæði. Fyrir framan húsið er stór stétt með borðum og stólum einnig er þar heitur pottur.

Í húsinu er einnig stór salur (tekur í sæti 130 - 150 manns) hentar vel undir ættarmót, afmæli, brúðkaup, og samkomur af öllu tagi. Stórt grill er við húsið. Stóri salurinn er bara í leigu yfir sumartímann (1 júní - 30 sept) en hinn hlutinn af húsinu er opinn allt árið.

Á efri hæðinni eru herbergi, salernis og sturtuaðstaða, einnig er stór setustofa með sjónvarpi. Í Hvítahúsinu eru 2 fimm manna herbergi, 3 fjögurra manna og eitt tveggja manna herbergi. Í öllum herbergjunum eru kojur. 
 
Aðalsíða