Hestaleiga

Á Snorrastöðum hefur verið rekin hestaleiga í 12 ár. Farnar eru 1-3 tíma ferðir allt eftir óskum viðskiptavinarins. Reiðleiðir eru fjölbreyttar, allt frá því að fara á Löngufjörurnar þar sem hægt er að sjá seli, erni og mjög fallega náttúru, einnig er hægt að fara ríðandi inní Eldborgarhraunið í frábæru umhverfi. Þá er oft farið ríðandi upp í Kaldárbakkarétt sem er aldargömul rétt hlaðin úr hraungrjóti og stendur á fallegum stað í jaðri Barnaborgarhrauns. Til gamans má geta þess að réttað hefur verið í Kaldárbakkarétt allt til dagsins í dag. Í góðu veðri er einnig mjög gaman að ríða eftir hlíðum Fagraskógarfjalls og inn að áður nefndu Grettisbæli, úr fjallshlíðinni er útsýni mikið og fagurt. Reiðhjálmar eru skaffaðir en ekki annars konar hlífðarföt. Gott er að panta með góðum fyrirvara í síma 4356628 eða 8636628 (Dísa). Til eru hestar sem henta öllum, allt frá góðum barnahestum upp í ágætis reiðhesta fyrir vana. Hestaleigan er opinn frá 1 maí til 30 sept.

Aðstaða fyrir ferðahesta:

Að Snorrastöðum koma fleiri hundruð ferðahesta á hverju ári, og höfum við girðingar af öllum stærðum og gerðum. Það hefur alltaf verið vinsælt hjá hestamönnum að koma og ríða Löngufjörurnar, sumir koma ríðandi hingað og halda áfram vestur fjörur aðrir koma með hestana sína í kerrum og ríða héðan út í nokkra daga og gista á staðnum, þetta er alltaf að verða vinsælla og vinsælla.

 
Aðalsíða