Áhugaverðir staðir og annað skemmtilegt að gera í nágrenninu

Golf: Næsti golfvöllur er í Borgarnesi mjög skemmtilegur völlur sem nýtur mikilla vinsælla, næstu vellir eru í Stykkishólmi og við gistiheimilið Langholt, þar er mjög skemmtilegur sandvöllur. Svo er einnig golfvöllur í Ólafsvík.
Sund: Sundlaug er í Borgarnesi, það er útisundlaug með þremur rennibrautum frábær laug og nýtur mikilla vinsælla, ekki síðri er laugin í Stykkishólmi, í henni eru heitir pottar sem eru með heilsuvatni sem hefur góð áhrif á sóríasissjúklinga.
Söfn: Í Stykkishólmi er byggðarsafn okkar Snæfellinga í því eru margir skemmtilegir hlutir sem gaman er að skoða. Í Borgarnesi er einnig skemmtilegt byggðarsafn.
Hvalaskoðun: Sæferðir í Stykkishólmi eru með hvalaskoðun frá Ólafsvík frá 1 júní til 15 ágúst.
Einnig eru Sæferðir með margar aðrar ferðir t.d. fuglaskoðun, veisluferðir og fleira.
Snæfellsjökull: Þessi heimsfrægi jökull, blasir við hér á hlaðinu í allri sinni dýrð. Gríðarlega vinsælt er að fara í skoðunarferðir bæði upp á hann (með Snjófell) eða taka rúntinn í kringum hann og skoða þá allt það sem Snæfellsnesið hefur upp á að bjóða.
Fjarlægðir:
Borgarnes 38 km
Stykkishólmur 60 km
Ólafsvík 70 km
Reykjavík 100 km
Reykholt 75 km
Búðardalur 70 km
 
Aðalsíða